Scott Disick er óhræddur við að láta slúðurpressuna grípa sig á fylleríi og kvennafari á meðan fyrrverandi kærasta hans, Kourtney Kardashian, situr heima með börnin. Honum virðist almennt standa nokkuð á sama um hvað öðrum finnst.
Sjá einnig: Scott Disick: Djammar með ólögráða unglingsstúlkum
Það sást til Scott á næturklúbbnum 1 Oak í Los Angeles um helgina. Að sögn viðstaddra fékk raunveruleikastjarnan lítinn frið fyrir æstum kvenmönnum og sást svo til hans skiptast á ástríðufullum kossum við ókunnuga ljóshærða konu í lok kvöldsins.
Hvað ætli konur sjái eiginlega við þennan mann?