Scott Disick rakar Kourtney Kardashian að neðan – FYRIR framan myndavélarnar

Kardashian-fjölskyldan deilir ýmsu í raunveruleikaþáttunum góðu, Keeping Up With the Kardashians. Segja má að næsti þáttur dansi þó mögulega á línunni – hverju á að halda fyrir sjálfan sig og hverju á að deila með umheiminum? Já, þegar stórt er spurt!

Í þættinum, sem sýndur verður vestanhafs næstkomandi sunnudag, hyggur hin kasólétta Kourtney Kardashian á bumbumyndatöku – þar sem hún ætlar sér að vera alveg strípuð.

Rétt fyrir myndatöku á Kourtney í viðræðum við Scott eiginmann sinn, um að hún sé ekkert sérstaklega vel snyrt að neðan – enda blessuð bumban eðlilega frekar mikið fyrir henni. Scott, herramaðurinn sem hann er, kemst í mikið uppnám við þessi tíðindi og tekur ekki í mál að leyfa henni að fara í myndatöku ,,í þessu ástandi.”

Þannig að hann tekur málin í sínar hendur. Og allt er það fest á filmu.

Já, næsti þáttur verður eitthvað. Við bíðum spenntar!

 

SHARE