Svo virðist sem raunveruleikastjarnan og partýljónið Scott Disick sé snúin aftur til Los Angeles þar sem fyrrverandi kærasta hans og börnin hans þrjú búa.
Samband Kourtney og Scott endaði með látunum fyrr í þessum mánuði en þá var Scott í Frakklandi að njóta lífsins með annari stúlku. Scott virðist vera fyrst núna að koma aftur heim en hann hefur heldur betur notið lífsins síðustu vikur í Monte Carlo og Las Vegas.
Sjá einnig: Scott Disick neitar að hafa sofið hjá stúlkunum
Kourtney Kardashian hefur verið með börnin á meðan en samkvæmt heimildum ætlar Kourtney að fara fram á fullt forræði yfir börnunum þeirra.
Scott sást keyrandi á miðvikudagsmorgunin í Los Angeles en hann var að sögn vegfarenda afar þreytulegur og reyndi að forðast augnsamband.
Sjá einnig: Scott Disick: Djammar með ólögráða unglingsstúlkum
Þrátt fyrir að Scott muni ekki taka upp fleiri atriði fyrir Keeping Up With The Kardashian úr þessu er ljóst að hann mun samt fá vel launað fyrir það sem hann er nú þegar búin að taka upp.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.