
Söngkona Lady Antebellum, Hillary Scott, sagði frá því nýlega að hún missti fóstur á seinasta ári.
Hillary sagði frá þessu í Good Morning America á mánudag og sagði að hún hefði notað þessa reynslu sína í að semja nýja tónlist.
Hún á eina dóttur fyrir sem er tveggja ára og segir hún meðal annars í þessu viðtali að hún faðmi hana mun fastar í dag en fyrir þessa reynslu sína.
Birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans.