Segist ekki hafa hent móður sinni út

Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant, gaf út yfirlýsingu í gær eftir að Sofia Laine, móðir hennar, sakaði hana um að hafa hent sér út.

Sofia sagði í viðtali við Univision, að dóttir hennar hafi hent henni út eftir andlát Kobe og látið hana skila bíl sem Vanessa og Kobe gáfu henni: „Hún sagði að ég yrði að koma mér út úr húsinu,“ sagði Sofia. „Hún sagði að hún vildi fá bílinn sinn og það strax.“

Sjá einnig: Kobe Bryant látinn

Vanessa, sem hefur verið að syrgja bæði dóttur og eiginmann, sagði í yfirlýsingunni: „Eiginmaður minn og dóttir létust skyndilega og samt gerist móðir mín svo djörf að koma fram í sjónvarpsviðtali og tala illa um mig og grætur svo vegna bíls og húss sem var ekki í hennar nafni. Hún hefur tekið alla demantana sína, tæmdi svo íbúðina og vill að allir haldi að ég sé ekki að styðja hana.“

Að auki útskýrir Vanessa í yfirlýsingunni að hún og Kobe hafi haldið móður hennar uppi, fjárhagslega, seinustu 20 árin. Hún segir einnig að því miður hafi móðir hennar ekki verið til staðar fyrir hana og eftirlifandi dætur hennar og Kobe, þær Natalia(17),  Bianka(3) og Capri (1) eftir andlát feðginanna. Yfirlýsingunni lýkur svo á þeim orðum að nú sjái Vanessa hver forgangsröðun Sofia er í lífinu og að sambandi þeirra sé örugglega lokið. „Ég sé það núna hvað skiptir móður mína mestu máli og það er miklu meira en sársaukafullt. Ég vona að þetta endi hér,“ sagði Vanessa.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here