Segist hafa verið á svefnlyfjum þegar hún tvítaði

Það hafa eflaust flestir heyrt af því að Roseanne Barr (65) setti inn rasíska stöðuuppfærslu, á mánudagskvöld, um Valerie Jarret á Twitter og missti þar af leiðandi vinnuna. Þátturinn hennar „Roseanne“ var nýlega settur í loftið aftur eftir margra ára hlé en hann verður sumsé ekki sýndur meir.

Valerie starfaði sem ráðgjafi Barack Obama en Roseanne skrifaði:

“Muslim brotherhood & planet of the apes had a baby = vj,”

Þessi færsla fékk mikil viðbrögð og Roseanne hefur eytt ummælunum út. Hún sagðist ætla að hætta á Twitter en kom svo aftur á þriðjudagskvöld þar sem hún baðst afsökunar á þessu. Hún skrifar meðal annars:

Ekki vorkenna mér! Mig langar að biðja fólkið sem vann með mér að þáttunum afsökunar, frábæra handritshöfunda og hæfileikaríka leikara, af því að þau voru að missa vinnuna vegna heimskulegs tvíts frá mér.

Hún biður líka aðdáendur sína ekki að vera að verja gjörðir hennar.

Klukkan var 2 um nótt og ég var búin að taka ambien og ég fór of langt og ég vil ekki láta verja mig því það er ekki hægt. Ég gerði mistök sem ég sé eftir en… ekki verja þetta takk.

Roseanne er mikill stuðningsmaður Trump og hefur aldrei farið leynt með það.

 

 

SHARE