Munið þið eftir Alice Fredenham? Við birtum myndband af henni þar sem hún tók þátt í Britains Got Talent og heillaði alla með hógværð sinni.
Síðar birtum við svo grein þar sem hún var sökuð um að hafa verið að gera sér upp feimnina þar sem hún hefði áður tekið þátt í The Voice og þá hafi hún alls ekki verið feimin að sjá.
Alice segir í viðtali við The Sun að hún hafi verið notuð sem peð á milli þáttanna og segir að umtalið sem varð eftir sýningu á The Voice hafi sært hana mjög mikið. Hún segist hafa brotnað niður við gerð þáttanna og einn framleiðandinn hafi þurft að tala hana til, til þess að hún héldi áfram í þættinum.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.