Nú logar allt á internetinu vegna sónarmyndar sem á að tilheyra Selena Gomez. Á myndinni eru ekki bara eitt, heldur tvö lítil fóstur og segir sagan að þetta séu börn Justin Bieber.
Nafnið á myndinni er Gomez, S og þegar HollywoodLife fór á stúfana og fann það út að Selena var ekki í Texas á þessum tiltekna degi, sem myndin var tekin á. Á þessum tíma var tekin mynd af henni á götum úti í New York svo þetta getur varla verið hennar sónarmynd.
Það sem kannski er skrýtnast í þessu öllu er, að þegar fjölmiðlafulltrúi Selena var spurður út í þetta, neitaði hann ekki að hún væri ófrísk heldur sagði bara „no comment“.
Hvað haldið þið um þetta?