Selena Gomez leggur spilin á borðið í nýútkomnum smelli sínum og grætur í upphafi myndbandsins, en lítill vafi virðist leika á að leik- og söngkonan er að vísa til stormasamra kynna hennar og Justin Bieber.
Smellurinn ber heitið The Heart Wants What It Wants og hefst á grátklökkri Selenu sem er að öllum líkindum að ræða við náinn vin og segir á frummálinu:
I know him though, and I know his heart, and I know what he wouldn’t do to hurt me. But I didn’t realize that … I’m feeling so great about myself and it’d just be completely shattered by one thing, by something so stupid. But then he’d make me feel crazy, he’d make me feel like it’s my fault. I’m just in pain.
Ekki er hægt að neita því að mikið hefur gengið á í einkalífi Selenu og virðist enginn vita hvort parið er sundur eða saman – né í hvað stefnir hjá þessum ungu stórstirnum. Ef marka má Selenu, sem fellir tár í myndbandinu, er þó allt annað en dans á rósum að vera ástkona Justin Bieber.
Sjálf hefur Selena staðfest að smellurinn fjallar um sjálfan Bieber og sagði þannig í viðtali við Ryan Secrest að drengurinn hefði séð myndbandið; að honum hefði þótt meðför Selenu falleg og að hún myndi alltaf elska Bieber.
Ef hann er glaður, þá er ég glöð. Ef hann er hryggur, þá er ég hrygg.
Dæmi hver fyrir sig; Selena hefur kastað teningunum og segir hér frá öllu:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.