Leikkonan Selma Blair var flutt á spítala eftir að hún missti gjörsamlega stjórn á sér í flugi í vikunni. Hún var að koma heim, ásamt syni sínum, eftir að hafa eytt helginni með barnsföður sínum og syni í tilefni af feðradeginum.
Selma birti þessa mynd á Instagram rétt fyrir atvikið
Talið er að Selma hafi blandað saman lyfjum og áfengi í flugvélinni og þess vegna orðið hálfrugluð í fluginu. Hún var flutt frá borði á börum.
Daginn eftir atvikið tjáði Selma sig um atvikið. Í tilkynningunni sagði: „Ég gerði stór mistök í gær. Eftir yndislega ferð með syni mínum og pabba hans, blandaði ég áfengi saman við lyf, sem varð til þess að ég vissi ekki hvað ég var að gera. Mér þykir þetta mjög leiðinlegt.“ Selma biður farþega og starfsfólk flugvélarinnar líka innilega afsökunar.