Selma Blair grætur á bensínstöð

Hin 44 ára gamla Selma Blair vakti óskipta athygli á bensínstöð um helgina. Þetta er annað atvikið sem á sér stað þar sem Selma þykir sýna merki um að hún sé í tilfinningalegu ójafnvægi, en í sumar var hún borin út úr flugvél á sjúkrabörum.

Vandræðin hófust þegar Selma fór á bensínstöð og gleymdi að taka bensínpumpuna úr bensíntanknum á bílnum sínum áður en hún ók af stað.

 

Hún sagði frá atvikinu á Instagram: „Ég keyrði af stað með bensínpumpuna í bensíntanknum. Svo fór ég inn og borgaði fyrir skemmdirnar og bensínið, 500 dollara.“ Selma segir að sér hafi liðið svakalega illa yfir þessu öll svo hún brotnaði niður fyrir framan starfsmanninn og það hafi látið öllum líða illa sem viðstaddir voru.

 

 

SHARE