Sendi kærustu barnsföður síns skilaboð á Facebook

Audrey og kærasti hennar Corey eignuðust dótturina Riley saman. Þau hættu svo saman og þegar Corey eignaðist aðra kærustu ákvað Audrey að hún skildi taka því vel.

Audrey sagði í samtali við TODAY að hún hafi orðið smá „klikkuð“ þegar Riley litla fór að vera með pabba sínum og kærustunni hans, Whitney, saman. Hún skrifaði lista fyrir Whitney með setningum eins og „Ekki skilja hana eftir eina inni á baði“.

Whitney sendi mér myndir og leyfði mér að fylgjast með. Eitt kvöldið sendi ég henni smáskilaboð þar sem ég skrifaði: „Þú veist ég er þér ótrúlega þakklát.“

 

Seinna skrifaði Audrey þessi skilaboð á Facebook til Whitney:

4hx37-mom-letter-to-ex-1

„Þetta er kærasta barnsföður míns. Hún er ótrúlega indæl! Ég er „súper“ þakklát fyrir hana því þegar hún heimækir barnsföður minn, eldar hún fyrir hana, sér um hana, kaupir gjafir handa henni og sér um hana sem sína eigin. Af hverju þurfa margar mæður að vera heiftugar og afbrýðissamar út í nýjan maka barnsföðursins? Það sagði ENGINN að það væri auðvelt að vera „móðir“ barns sem þú átt ekki. Svo þegar einhver er að reyna að gera sitt besta, ekki ýta þeim í burtu! Það þarf enginn á svona drama að halda og það eina sem það gæti hugsanlega skilið eftir sig er „vonda stjúpan“. Já þær eru til! Ég sé þær allsstaðar! Barn getur átt tvær mömmur, því ég er ánægð ef fólk elskar hana! Ég myndi aldrei vilja að dóttur minni liði eins og hún sé utanveltu; ég er óendanlega þakklát þessari stúlki. Dömur, högum okkur eins og fullorðið fólk og einbeitum okkur að því að vera góðar mæður. Elskið meira og hatið minna.“

 

SHARE