Sex óþolandi týpur á vinnustað – Ítarleg úttekt

Allir þeir sem hafa fæti stigið inn á fullorðinn vinnustað og eytt vikunni í návist ókunnra, sem smám saman taka á sig kunnuglega mynd, vita hvað átt er við. Hér er verið að vísa í vinnufélaga. Týpurnar. Uppátækin. Viðhorfin. Og vandræðaganginn.

Hver hefur ekki farið í sleik í vinnunni?

Ég meina, hver hefur ekki orðið skotin í vinnustaðarelskhuganum? Hafnað frekjunni? Laumast undir borð þegar kjaftablaðran gengur inn? Þekkjum við ekki öll – þau sem hafa eytt heilli viku í návist ókunnra, sem smám saman taka á sig kunnuglega mynd … og mynda samheldinn hóp vinnufélaga; hvað um er verið að ræða hérna?

Ég uppnefni vinnufélaga mína … en þú? 

Sumir láta samanburðinn sem vind um eyru þjóta. Svo er það fólk eins og ég; sem uppnefnir aðra í laumi. Þannig vinn ég með konu sem ég kalla Ávaxtamongann. Nafnið fékk hún, því hún kastar ávöxtum þegar hún verður reið (í alvöru) – en hún er vinkona Hlær að Óförum, stúlkunnar sem skellir alltaf upp úr þegar slys ber að höndum.

Einu sinni snýtti ég mér í rúgbrauð og fór að grenja: 

Jâ. Ég uppnefni vinnufélaga mína. Enda vinn ég í útlöndum og má leika mér að íslenskunni að vild. Gefur þú fólki nöfn í vinnunni? Uppnefnir þú óþolandi týpurnar? Gefur þú þeim skemmtilegu góð gælunöfn? Fórstu í sleik í jólaboðinu? Skammaðist þín í janúar?

Það er útilokað að ég sé ein um allan þennan trylling … 

Hefur þú grenjað fyrir framan yfirmann þinn í hádegisverðarhlénu? Snýtt þér ofan í rúgbrauð meðan forstjórinn horfir á? Hafa ekki allir skandaliserað í vinnunni? Viltu segja mér frá því? Þetta er allt í kei! Ég hef gert þetta allt OG landaði launahækkun í kjölfarið!

Hvaða týpa ert þú á vinnustaðnum? 

Smelltu í athugasemd hér að neðan. Segðu mér frá ÖLLU. Hér fara sex heitustu týpurnar sem er að finna á hverjum einasta, viti borna vinnustað. Hver af þeim ert þú? Blaðraðu! Ég bíð spennt … í kommentakerfinu … hver er þín reynsla af vinnumarkaðinum?

SHARE