Sexting margfaldast í efstu bekkjum grunnskóla

Í nýjasta tölublaði MAN er fjallað um það sem kallað eru sexting, en það er að skiptast á nektarmyndum í gegnum símtæki og tölvur.

 

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skorið upp herör gegn þróuninni í dreifingu hefndarkláms á Netinu og ræðir málið í viðtali við tímaritið MAN: Skv. nýlegri bandarískri rannsókn hafa 54 prósent þarlendra unglinga undir 18 ára aldri tekið þátt í sexting, eða því að skiptast á nektarmyndum. Hluti þeirra endar á netinu án samþykkis viðkomandi.

Þrýsingur eykst um 100% frá 8 til 10.bekkjar

Samkvæmt SAFT könnun frá árinu 2013 sögðust 7 prósent íslenskra barna í 8. bekk hafa orðið fyrir þrýstingi á síðastliðnum 12 mánuðum um að senda einhverjum nektarmynd. Þetta hlutfall er komið í 14 prósent hjá aðspurðum nemendum í 10. bekk – sem sýnir að þrýstingur um að senda nektarmyndir eykst um 100 prósent hjá börnum á síðustu tveimur árum grunnskólans. Samkvæmt íslenskri löggjöf er ólöglegt að senda kynferðislegt efni til einstaklinga undir 18 ára aldri og jafnframt að biðja ólögráða um slíkt efni.

Hvað er hefndarklám? 

Hefndarklám eru ljós- eða hreyfimyndir sem sýna nekt og eru settar í dreifingu á netinu án samþykkis þess sem sést á myndunum. Sumar hefndarklámsmyndir eru settar á netið af einstaklingi í hefndarhug, til dæmis fyrrverandimaka. Sumar myndir eru afleiðing kúgunar, sumar eru hreinlega falsaðar og búnar til í myndvinnsluforritum, aðrar fara í dreifingu á netinu eftir að hafa verið stolið. Hver sem uppruninn er brýtur hefndarklám gegn friðhelgi og er gróf innrás í einkalíf þess sem fyrir því verður.

 

Lestu meira um þetta í nýjasta tölublaði MAN

forsida_2tbl_2015_final_prent[1]

 

 

SHARE