Shakira er ólétt af barni númer 2

Söngkonan Shakira tilkynnti í nýjasta tímariti spænska Cosmopolitan að hún ætti von á barni númer 2 með fótboltamanninum Gerard Pique. Fyrir á parið 18 mánaða gamlan dreng saman sem ber nafnið Milan.

Shakira og Gerard kynntust árið 2010 þegar söngkona fór í kynningarferð um heiminn til að kynna þemalag heimsmeistarmótsins í fótbolta sama ár, lagið Waka Waka (This Time For Africa).

Erlendir fjölmiðlar voru farnir að viðra þá hugmynd í slúðurtímaritum víða um heim að það gæti verið að söngkona væri þunguð. Í apríl á þessu ári sagði Shakira að hún væri of upptekin við að sinna vinnunni sinni til þess að eignast annað barn.

„If it weren´t because of my music projects, I would be pregnant already.“

Hún bætti svo við að hún væri alveg til í að eignast átta til níu börn með Gerard eða sitt eigið fótboltalið.

10 ára aldursmunur er á parinu en söngkonan er mikið spurð hvort hún muni einhvern tímann ganga í það heilaga. Hún vill meina að það sem þau þurfa sé nú þegar til staðar. Það að þau séu samstíga, elski hvort annað og eigi barn saman. Hjónaband mun að Shakiru mati ekki breyta því.

180536840-jpg

SHARE