Síamstvíburar fundu ástina í sama manni

Síamstvíbura-systurnar Ganga og Jamuna Mondal eru 45 ára og búa í Kolkata í Bengal, Indlandi. Þær hafa hlotið viðurnefnið „Köngulóasysturnar,“ vegna sérkennilegs göngulags en bolur þeirra er samvaxinn og þær ganga um með bæði höndum og fótum.

Systurnar eru aldnar upp í mikilli fátækt en foreldrar þeirra yfirgáfu stúlkurnar þegar þær voru mjög ungar. Þær hafa einn sameiginlegan maga og  hafa sitthvora uppsetningu af lifur, nýru og hjarta. Þykir ótrúlegt að þær skulu enn vera á lífi þrátt fyrir fötlun sína.

Eins og gefur að skilja hefur það ekki reynst þeim auðvelt að finna maka, hvað þá að njóta kynlífs. En nú virðist sem þær hafi loks fundið ástina í Jasimuddin Ahmad sem segist elska þær báðar. Maðurinn lætur ekki fötlun né aldur aftra sér frá ástinni en hann er níu árum yngri en konurnar tvær.

Parið, eða pörin, búa nú saman í heimabænum og eru sögð afar ástfangin og hamingjusöm.

Sjáðu kyngimögnuðu sögu þeirra hér!

 Heimild: Aplus.com

SHARE