Pan og Pin eru síamstvíburar á Tælandi. Stelpurnar eru fastar saman á mjöðmunum sem þýðir að þær eru með eitt par af fótum.
Það er mögulegt að aðskilja Pan og Pin en sú aðgerð sem til þarf er mjög áhættusöm og aðeins helmingslíkur á að þær lifi það af. Amma stúlknanna, Noknoi, sem hefur alið þær upp frá fæðingu sagði í samtali við Truly: „Þetta var mjög krefjandi til að byrja með, því ég hef bara alið upp börn með eitt höfuð.“
Stúlkurnar sögðu sjálfar að þær yrðu að vinna saman til að allt gangi vel. Þær eru með sama maga svo þær verða að skiptast á að borða til að forðast meltingarvandræði. Þrátt fyrir alla erfiðleikana vilja stelpurnar ekki láta aðskilja sig því þá yrðu þær einmana og hefðu ekki stuðning hvor hjá annarri.