
“Ég gat ekki horft á þetta litla barn á hverjum degi vitandi hver pabbinn væri og vitandi hvort barnið hefði erft þessi ógeðslegu gen sem þessi maður hafði” Segir Silja Ívarsdóttir í nýjasta þætti málsins sem sýndur verður í kvöld. Silja fór í fóstureyðingu eftir nauðgun og sýnir mikinn styrk að koma fram og segja frá sinni reynslu.
Í þættinum eru líka viðtöl við fólk sem vill láta banna allar fóstureyðingar á Íslandi, viðtal við Freyju Haraldsdóttur og föður 3 ára drengs með down´s heilkenni, þar sem þau ræða um fósturskimanir, viðtal við Bryndísi Gyðu Michelsen þar sem hún segir frá sinni reynslu og margt fleira.
Hér fyrir neðan eru 2 klippur úr þættinum sem er á dagskrá Skjáseins klukkan 21:30 í kvöld.
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”NKDSApprWHw”]
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”rDSQF7uFJ6c”]
Tengdar greinar:
Ég fór í fóstureyðingu – Mín saga