Síminn selur fyrstu iPhone símana beint frá Apple – tugþúsunda lækkun

gefins

iPhone-föstudagur til fjár! Tveir þeirra fjölmargra sem hafa skráð sig fyrir nýjum iPhone 5s eða 5c á vef Símans verða heppnir á þessum alþjóðlega óhappadegi. Þeir fá þá gefins mæti þeir í Ármúlaverslun milli klukkan 8 og 10 í föstudagsmorgunpartý Símans til að kaupa nýja snjallsímann sinn.

„Við fögnum því föstudaginn þrettánda að Síminn er kominn í hóp viðurkenndra endursöluaðila Apple. Þá selur Apple í fyrsta sinn síma sína milliliðalaust til Símans,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.

Sælkeraveitingar frá Lemon, DJ Bakkelsi og hressilegir vinningar verða gefnir á kortersfresti í morgunpartýinu. Þá verður 30% afsláttur af öllum aukahlutum. Ekki amalegt nú þegar við verðum í sterkara sambandi með iPhone.

Eins og þekkt er lækkar verðið á iPhone 5s, einum framsæknasta snjallsímanum í heiminum, og 5c, litríkasta iPhone-inum hingað til, um tugi þúsunda með samstarfinu við Apple. Verðið á iPhone 5s lækkar um fimmtíu þúsund krónur og verður 109.900. Verð iPhone 5c lækkar um 26.100 krónur og verður 92.900.

Enn er hægt að skrá sig fyrir nýjum síma og geta áhugasamir viðskiptavinir gert það á siminn.is/iphon. Frekari upplýsingar um iPhone má fá á: http://www.apple.com/iphone/

SHARE