Síþreyta

bed sleep

Heilsa.is sérhæfir sig í að bjóða vörur sem stuðla að heilsu og velllíðan en eru líka með heimasíðu sem er með allskonar heilsutengdum greinum.

Orsök eða orsakir síþreytu eru óþekktar. Mjög skiptar skoðanir voru lengi vel um síþreytu og heilbrigðisyfirvöld í vafa um hvort þessi sjúkdómur væri yfirleitt til. Það var í raun ekki fyrr en á níunda áratug liðinnar aldar sem þau skilgreindu sjúkdóminn. Óútskýranleg, stöðug eða endurtekin þreyta, ekki vegna álags eða átaka; hún hverfur ekki við hvíld og dregur verulega úr starfsgetu. Auk þess eru a.m.k. 4 af eftirfarandi einkennum til staðar, stöðugt eða endurtekið, samfellt á 6 mánaða tímabili eða lengur:

  • Skerðing á skammtímaminni eða einbeitingu
  • Eymsli í hálsi
  • Verkir í vöðvum
  • Verkir í liðum án roða eða bólgu
  • Höfuðverkur, gjarnan langvarandi
  • Svefn án hvíldar
  • Lympa eða lasleiki í sólarhring eða meira eftir æfingar

Oft hefjast einkenni síþreytu í kjölfar veirusýkingar. Sumir síþreytusjúklingar lýsa einkennum eins og viðvarandi flensu. Aðrir sjúkómar með svipuð einkenni eru m.a. vefjagigt og fæðuofnæmi og telja sumir þessa sjúkdóma náskylda, en fyrir því eru þó engar sannanir.

Sjá einnig: Róandi lyf og svefnlyf

Engin afgerandi lækning er til við síþreytu. Notuð eru eftir atvikum þunglyndislyf til að bæta geð eða svefn, ofnæmislyf gegn ofnæmi sem oft fylgir sjúkdómnum og bólgueyðandi lyf gegn verkjum. Einnig eru steralyf notuð.

Ráð og bætiefni

Skynsamlegt er að stunda heilbrigt líferni, draga úr óhollustu og auka hreyfingu. Til eru bætiefni sem gefist hafa síþreytusjúklingum vel. Í kanadískum sjónvarpsþætti um síþreytu sem sýndur var í ríkissjónvarpinu fyrir nokkrum árum var fjallað um sjúkdóminn frá öllum hliðum og m.a. athugað hvaða lyf sjúklingum gagnaðist. Athyglisvert er að það var bætiefni sem kom að mestu gagni og samkvæmt þættinum raunverulega eina efnið sem koma að nokkru gagni. Þetta bætiefni heitir Efamol. Það inniheldur m.a. gammalínólensýru, en sú fitusýra er líkamanum mikilvæg til myndunar próstaglandína sem gegna svipuðu hlutverki og hormón í líkamanum. Skortur þessara efna eru hugsanlega meðvirkandi orsök síþreytu.

Í tvíblindri rannsókn þar sem 63 manns var skipt í tvo hópa og annar hópurinn fékk náttljósarolíu (Efamol) ásamt ómega-3 fitusýrum í 3 mánuði. Sjúklingarnir voru skoðaðir eftir 1 og 3 mánuði og á báðum stigum höfðu þeir sem fengu fitusýrurnar náð verulegum bata, en hinir ekki. Þeir sem að rannsókninni stóðu, tóku eftir óeðlilegu hlutfalli af fitusýrum hjá nokkrum sjúklingunum í upphafi rannsóknar og lagaðist það í meðferðinni.1

Sjá einnig: Segist hafa verið á svefnlyfjum þegar hún tvítaði

Karnitín er efni sem líkaminn notar til að umbreyta fitusýrum í orku. Við rannsóknir kom í ljós að síþreytusjúklingar hafa lítið magn af karnitíni. Því var gerð frekari rannsókn, sem bendir til gagns þessa efnis fyrir sjúklingana.2 Þessi rannsókn hefur þó verið gagnrýnd, því að ekki var notuð lyfleysa sem viðmiðun, heldur amantadín (veirulyf) sem hafði slíkar aukaverkanir að margir sem voru í þeim hópi sjúklinga sem fengu lyfið duttu út. Bæði skortur á lyfleysuhópi og hve margir duttu út rýrir gildi rannsóknarinnar.

Ónæmisstyrkjandi jurtir eins og echinacea (sólhattur) og ginseng hafa verið ráðlagðar, þar sem þær styrkja ónæmiskerfið, einnig beta karotín. Þó að þessi efni hafi gagnast sumum síþreytusjúklingum, hafa rannsóknir ekki staðfest ágæti þeirra afdráttarlaust fyrir þessa sjúklinga.

Heimildir:

1. Behan PO, Behan WM, Horrobin D. Effect of high doses of essential fatty acids on the postviral fatigue syndrome. Acta Neurol Scand. 1990;82:209-216.

2. Plioplys AV, Plioplys S. Amantadine and L-carnitine treatment of chronic fatigue syndrome. Neuropsychobiology. 1997;35:16-23.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.

Heilsa á Facebook

SHARE