Sítrónubakaður fiskur

Við þurfum að borða fisk og held að flest okkar geri allt of lítið af því. Þessi réttur kemur frá Allskonar.is og er alveg svakalega einfaldur og ljúffengur. Í þennan rétt geturðu notað þorsk eða ýsu, löngu eða hlýra eða jafnvel steinbít. Þetta er ótrúlega fljótleg og einföld uppskrift og mestu skiptir að hráefnið sé gott.

Sítrónufiskur fyrir 4

  • 700gr fiskflök
  • 3 msk smjör
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • 4 msk hveiti
  • 1/2 tsk salt
  • 1/4 tsk hvítur pipar, malaður
  • hnífsoddur ungversk paprika

Undirbúningur: 10 mínútur

Eldunartími: 20-25 mínútur

Hitaðu ofninn í 170°C.

Skerðu fiskflökin í fallega bita, ágætt er að miða við skammtastærð í bitastærðinni.

Settu smjörið í pott og bræddu, settu sítrónusafann út í og taktu pottinn af hitanum.

Blandaðu hveiti, salti og hvítum pipar saman og settu á disk.

Dýfðu fiskinum í smjörið og þar næst í hveitiblönduna. Veltu honum vel upp úr hveitiblöndunni.

Settu fiskbitana í eldfast mót, ekki smyrja mótið.

Helltu afgangnum af smjörinu yfir fiskinn og dreifðu smávegis ungverskri papriku yfir, ekki of miklu samt.

Bakaðu inn í ofni við 170°C í 20-25 mínútur eða þar til fiskurinn er tilbúinn, tíminn fer eftir stærð, tegund og þykkt fisksins.

Sjá einnig: Djúpsteiktur fiskur

SHARE