Sítrónubitar

Þessir bitar eru svakalega góðir en margir kunna að meta sýruna í svona gotteríi. Uppskriftin kemur frá Eldhússystrum.

Sítrónubitar



Botn
2 bollar (5 dl) hveiti
230 gr smjör (eða smjörlíki)
1,25 bolli flórsykur
Hrærið saman og þrýstið í eldfast mót (ég notaði form sem er 20 x 30 cm). Bakið í 20 mínútur við 350°c. 

Fylling
4 egg
4 sítrónur, safi og börkur
2 bollar (5 dl) sykur
6 msk hveiti
1/2 tsk salt
Hrærið eggið vel, bætið sítrónusafa og berki út í. Bætið sykri, hveiti og salti út í og hrærið. Hellið yfir botninn þegar hann er bakaður. Bakið í 25 mínútur við 175°c. 

Sáldrið flórsykri yfir þegar kakan hefur kólnað. 

ATH: Minnka má magn sítrónu í bitunum, og eins sykurinn ef svo ber undir. Ég veit líka að sumir hafa tvöfaldað fyllinguna á móti einföldum botni. 

SHARE