Sítrónukaka – Uppskrift

Efni:

4 dropar matarlitur (ef vill)
1 líter vanillu ís
1 peli rjómi
Graham kex í skelina
3/4 bolli frosið sítrónuþykkni

 

aðferð:

Hrærið saman í stórri skál ís, sítrónuþykkninu (sem búið er að þýða) og matarlitnum ef fólk vill hafa hann. Þeytið rjómann og blandið saman við.

Malið 8 kexkökur smátt (mega vera fleiri ef fólk vill) og dreifið mylsnunni á botninn á forminu.

Hellið hrærunni út í og setjið í frystinn þar til kakan er vel stinn (tekur u.þ.b. 4klst.)

Látið standa á borðinu dálitla stund áður en kakan er borin fram.

 

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here