Laugardaginn 15. desember kl. 16.00 heldur Drengjakór Reykjavíkur hina árlegu jólatónleika sína í Hallgrímskirkju. Kórinn er eini starfandi drengjakór landsins og í honum starfa að jafnaði um 30 drengir á aldrinum 8-15 ára. Kórinn hefur æfingaaðstöðu í Hallgrímskirkju og syngur þar við messur einu sinni í mánuði. Stjórnandi kórsins, Friðrik S. Kristinsson, hefur mikinn metnað fyrir hönd kórsins og öruggt er að fullyrða að enginn verður svikinn af dagskrá tónleikanna. Sl. sumar hélt Drengjakórinn í tónleikaferð til London þar sem þeir sungu m.a. í hinni sögufrægu dómkirkju í Kantaraborg og víðar. Hvarvetna sem drengirnir komu vöktu þeir athygli fyrir yndislegan söng og fallega framkomu.
Einkunnarorð Drengjakórs Reykjavíkur eru: Syngja eins og englar – leika sér eins og strákar – hegða sér eins og herrar.
Hægt er að nálgast miða við innganginn, laugardaginn 15. des og er miðaverð kr. 2000, frítt fyrir 12 ára og yngri.
Hægt er að nálgast miða við innganginn, laugardaginn 15. des og er miðaverð kr. 2000, frítt fyrir 12 ára og yngri.
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”sBb6fgSygpA”]