Það er ekki oft sem stórstjörnurnar Brad Pitt og Angelina Jolie sjást ásamt börnunum sínum – enda leggja hjónin mikla áherslu á það að halda þeim utan sviðsljóssins. Angelina gerði hins vegar undantekningu um síðustu helgi þegar hún mætti með fimm börn af sex á frumsýningu teiknimyndarinnar Kung Fu Panda 3. Elsti sonur Angelinu og Brad, Maddox, var ekki með í för.
Sjá einnig: Óvenjulegt viðtal við Angelina Jolie og Brad Pitt
Börnin tóku sig ægilega vel út ásamt mömmu sinni á rauða dreglinum.
Miklar vangveltur hafa átt sér stað um holdafar Angelinu undanfarið – en hún þykir hafa grennst mikið á stuttum tíma.