Erfitt er að segja til um hvort tíkin Sophia hafði gaman að því sjálf að vera ljósmynduð í bak og fyrir við sama stofuvegginn hvað eftir annað á þriggja ára tímaskeiði en eitt er víst; útkoman er yndisleg og vermir hjartanu.
Í þessu seiðandi myndbandi má sjá hvernig Sophia hefur vaxið og dafnað allt frá 2 mánaða aldri og þar til hún er orðin 3 ára gömul – og það á örfáum sekúndum.
Ekki er þó allt sem sýnist, því í lok myndbandsins sem hefur farið sem eldur í sinu um netið má glögglega sjá þá þrotlausu þolinmæðisvinnu sem vinnsla og gerð myndbandsins útheimti en Sophia er ekki alltaf á því að sitja kyrr!
Engu að síður … var hvert augnablik vinnunnar virði!
Tengdar fréttir:
Hundur sem elskar „Let it go“
Hundur í bangsabúning á færibandi toppar allt
Heimilislaus hundur fékk nýtt líf – ótrúleg hjartnæm saga
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.