Sjáið auglýsinguna sem var bönnuð vegna ástands fyrirsætunnar

Auglýsing frá tískuhúsinu Saint Laurent hefur verið bönnuð í Bretlandi þar sem fyrirsætan er talin vera of grönn.

Auglýsingasamtök í Bretlandi dæmdu auglýsinguna sem birtist í tímaritinu Elle UK ábyrgðarlausa en auglýsingin er mynd af liggjandi konu sem sýnir fæturnar og rifbeinin.

Sjá einnig: Hvernig á að tala við litlar stelpur? – Er eðlilegt að hrósa þeim alltaf fyrir útlit?

Samtök Advertisement Standards Authority segja að fyrirsætan sé óeðlilega grönn þar sem rifbein hennar eru vel greinanleg og að lærin á henni eru jafn breið og kálfarnir. Myndin var einnig skoðuð með það í huga að þarna gætu lýsing og klæðnaður hennar verið ýta undir grannan líkamsvöxt en samtökin töldu þó samt að þarna væri ábyrgðarlaus auglýsing á ferð.

Auglýsingin var skoðuð eftir að lesandi Elle UK sendi inn athugasemd.

Sjá einnig: Lystarstol – Einkenni og úrræði

ysl-1024

Sjá einnig: Hvernig á að tala við litlar stelpur? – Er eðlilegt að hrósa þeim alltaf fyrir útlit?

SHARE