“Sjáið hvað hann er líkur mér” – Maðurinn sem segist vera faðir Masons birtir myndir af sér sem barni

Eins og við greindum frá fyrr í vikunni hefur Scott Disick, kærasti Kourtney Kardashian og barnsfaðir gengist undir faðernispróf til að sanna það að hann sé í raun faðir Masons, fyrsta barns þeirra.


Fyrirsætan Michael Girgenti virðist trúa því að hann sé faðir Masons en hann heldur því fram að hann hafi sofið hjá Kourtney án þess að nota getnaðarvarnir árið 2008 eftir að hafa setið fyrir með henni.

Nú hefur hann birt myndir af sér sem barni og spyr fólk hvort Mason líkist honum ekki.

Í síðustu viku sótti Michael um sameiginlegt forræði yfir Mason og samkvæmt slúðurmiðlum reynir hann að sannfæra Kardashian fjölskylduna um það að Mason sé áberandi líkur honum.

Kourtney hefur alltaf haldið því fram að Mason sé sonur Scotts og nú er það komið á hreint. Eins og við greindum frá hér gekkst Scott undir faðernispróf sem leiddi í ljós að hann er faðir drengsins. Michael segist hafa farið að gruna að hann væri faðir drengins eftir að hann sá myndir af honum í slúðurblöðum.

Mama's boy: Kourtney has maintained that her son Mason's father is Scott Disick 

SHARE