Hér kynnum við Graham, einu mannveruna sem getur lifað af öll bílslys. Hann lítur kannski örlítið skringilega út, þar sem hann er ekki alveg ekta, en hann er hannaður þannig að hann gæti lifað af hvaða bílslys sem er.
Hann var hannaður sem hluti af herferð gegn umferðaslysum af Patricia Piccinini, sem er bæði skurðlæknir og verkfræðingur fyrir vegöryggi, en hún hannaði hann með mið af sinni eigin reynslu af því að vinna með fólk sem hefur lent í umferðaslysum. Niðurstaðan var heldur einkennileg, en Graham er ekki með háls vegna þess að hann brotnar auðveldlega. Hann er einnig með flatt og feitt andlit til að vernda eyrun og nefið. Allar þessar geirvörtur eru til þess að vernda í honum rifin og virka eins og náttúrulegir loftpúðar.
Sjá einnig: Lenti í alvarlegu bílslysi og þurfti að endurhugsa framtíðina
Ótrúlega merkileg vera hér á ferð og þar sem þú ert ekki eins og hann, gæti verið sniðugt að hugsa um að fara varlega í umferðinni.
Heimildir: Bored Panda
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.