Sjálfskipaður hópur hakkara reyna að taka niður hún.is í kjölfar fréttaflutnings af húmorsíðu

Nokkrir óprúttnir aðilar hafa tekið sig saman og reynt linnulaust frá mánudeginum 3. desember að taka niður hún.is með svokölluðum DDos árásum, eða frá því að Hún.is fjallaði um húmorsíðu á facebook sem hélt úti vafasömum skilaboðum í mörgum tilfellum.

Aðilar þessir tóku sig saman á síðunni 4chan.org sem hefur verið í fjölmiðlum vegna þess efnis sem þar er að finna en það er í mörgum tilfellum ólöglegt og eru allir notendur vefsins nafnlausir.

Meðal athugasemda undir þeim hlekk sem þessir aðilar héldu úti var:

[quote]Þarna ræðst öfgafeministi að nafninu Bryndís Gyða Michelsen á hugprúðu og góða herramenn og dömur sem prýða facebook síðuna húmor fyrir lengra komna.[/quote]
[quote]Ég vil taka fram að við ætlum ekki að ráðast á Bryndísi persónulega. Það er of risky.
Nema einhver komi með frábært plan fyrir það.[/quote]

 

[quote]Hún.is inniheldur þurrk***ur sem finnst ekkert betra en að banna hluti sem ekki hæfir þeim eða er eftir þeirra höfði.[/quote]

Hér að neðan má sjá samtalið sem átti sér stað á síðunni þar sem lagt var á ráðin um að taka hún.is niður en forritarar síðunnar urðu bæði varir við að síðan fór niður, skemmdir urðu á database síðunnar sem og reynt var að brjótast inní stjórnendahluta síðunnar.

Hægt er að smella á myndina til að sjá hana í fullri upplausn.

Það skal tekið fram að hér er lagt á ráðin um skemmdarverk, en þegar stjórnendur síðunnar urðu varir við þetta var rætt við stjórnendur húmor síðunnar sem eru margir hverjir á menntaskóla aldri en þeir höfðu reynt að koma í veg fyrir árásina.

Gísli Kr., einn af stjórnarmönnum síðunnar segir að málið sé litið alvarlegum augum og þar sem vefurinn hafi farið niður og skemmdir hafi orðið á vefnum sem dýrt sé að lagfæra hafi verið gripið til þeirra ráða að grípa IP tölur, eða kennitölur þeirra sem stóðu að árásinni.

“Það náðist mjög fljótlega að koma upp gildrum inní kerfinu okkar og við náðum að grípa nokkrar IP tölur sem þegar er hafist handa við að rekja. Síðan verður kært í málinu þar sem þetta er ólíðandi að hópur, að því er virðist unglinga, taki sig saman og haldi að skemmdarverk á netinu séu án afleiðinga.” segir Gísli, “Sem betur fer er gríðarlega reynslumikið teymi forritara á bak við síðuna sem er vistuð í tölvuskýi GreenQloud og líkurnar á því að árásir sem þessar hafi einhver áhrif eru litlar sem engar eftir að við gripum til öryggisráðstafana.”

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here