Það er svaka erfitt að segja einhverjum upp. Sérstaklega í persónu. Og svo er það netið. Eins og það er nú freistandi. Að senda bara lítil skilaboð á Facebook sem segja “Hey, ég dömpa þér …” og halda svo bara áfram út í bjarta vorið.
Ætli það sé kannski bara betra að senda lítið SMS? Hvað með Twitter? Eru Íslendingar ekki alveg að púlla alla samskiptamiðlana? Allir á Instagram og rosa fjör? Svona að öllu gamni slepptu, þá hafa notendur samskiptamiðla óskipt völd til að umbylta lífi sínu með einni stroku á lyklaborðinu. Það er af sem áður var, þegar sársaukafull samtöl þurftu öll að eiga sér stað í persónu. Í dag er hægt að slá af heilu hjónabandi með einum smelli. Einleyp/ur. Er nema von að einhverjir spyrji: “HVERNIG slít ég sambandi á netinu?”
1. Uh … plís. Ekki gera það.
2. Bara alls ekki.
3. Aldrei.
Af hverju viltu vita það?
5. Nei!
6. EKKI.
7. Hættessarivitleysu.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.