
Leikkonan Jessica Alba prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Entertainment Weekly. Tölublaðið fjallar um nýjustu sjónvarpsþættina og bíómyndirnar sem verða frumsýndar í sumar og því þótti Jessica fullkomin fulltrúi blaðsins þar sem hún leikur í væntanlegri framhaldsmynd Sin City sem verður frumsýnd í ágúst.
Jessica leikur hina sjóðheitu Nancy Callahan í Sin City: A Dame to Kill For en leikkonan segist hafa þroskast mikið frá því að hún lék í fyrri myndinni. Í dag er hún tveggja barna móðir og forstjóri Honest Company sem veltir mörgum milljónum bandaríkjadala á ári hverju.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.