50 Shades of Grey, sem frumsýnd verður á sjálfan Valentínusardag í febrúar, tröllríður miðlum vestanhafs þessa dagana og ekki að ástæðulausu. Dakota Johnson, sem fer með hlutverk hinnar undirgefnu Anastasiu í fyrsta þætti þríleiksins, birtist þannig í bundin reipum og í fullum BDSM skrúða í nýútkomnu myndbandi við verk The Weeknd sem flytur lagið Earned It og skipar sess á lagalista myndarinnar.
.
.
Dakota er þannig íklædd engu öðru en hörundsleitum undirfatnaði og kirfilega reyrð í knýtt reipi, birtist hún þannig svífandi ofar jörðu í myndbandinu við hlið Abel Tesfaye, röddu The Weeknd og virðist algerlega hjálparlaus.
.
.
Hvergi örlar á Mr. Grey í myndbandinu sjálfu – en sviðsmyndin er í djarfari kantinum og þannig er Dakota umkringd fáklæddum stúlkum sem stíga ögrandi dansspor íklæddar örsmáum, svörtum nærfatnaði og svörtum límbandskrossum sem hylja geirvörturnar.
.
.
Það er leikstjórinn sjálfur, Sam Taylor-Johnson sem leikstýrir myndbandinu og því vart við öðru að búast en að lostinn keyri úr hófi fram. Jafnvel má ætla að hér fái aðdáendur að sjá eins konar bónusatriði, en ekki ómerkari listamenn en Beyoncé, The Rolling Stones, Annie Lennox og Ellie Goulding skipa einnig sess á breiðskífunni sjálfri sem kemur út þann 10 febrúar – eða þremur dögum áður en kvikmyndin sjálf verður frumsýnd:
Tengdar greinar:
Ný og óséð stikla úr 50 Shades of Grey
Beyoncé, Sia og Rolling Stones á lagalista Fifty Shades of Grey
Logandi heitt lag úr kvikmyndinni 50 Shades of Grey
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.