Sjóðheit og seiðandi augnförðun, „plum eyes” eða plómuförðun … eins og má leika sér í þýðingu á frumhugtakinu, verður ofarlega uppi á teningnum á komandi vori. Hér er farið ofan í saumana á þeirri tækni sem liggur að baki því að snúa glettilega á hina hefðbundnu „smokey” augnförðun og krydda með dulúðugum og dimmum fjólubláum tón við neðri augnhárin meðan efri augnhárin eru tær og nær óhreyfð.
Skemmtilegt myndband úr smiðju Vogue sem sýnir heitasta trendið á komandi vormánuðum; „plum eyes” og hvernig má læra förðunartrixin af förðunarmeistaranum Hannah Murray:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.