Vísindamönnum virðast engin takmörk í óþreytandi leit sinni að sannleikanum um uppruna, þróun og feril lífs sem dauða.
Nú er þannig hægt að fylgjast með tveimur (afar hugrökkum) einstaklingum sem ljáðu vísindum liðsinni í þeim göfuga tilgangi að sýna og fanga á filmu með hvaða hætti kynlíf fer fram – þegar ferlið er myndað gegnum segulómun.
Hér má sjá parið ástfangna … í sleik:
Allt í þágu vísindanna – já, einmitt, þetta er nærmynd af ástföngnu pari í atlotum:
Og hér má sjá barn í móðurkviði (að öllum likindum nokkrum mánuðum seinna) :
Vísindamönnum virðast augljóslega engin takmörk sett í þeirri viðleitni að fletta hulunni af öllum leyndardómum lífsins – ÖLLUM leyndardómum lífsins, já – en hér má sjá myndbandið eins og það kemur almenningi fyrir sjónir á YouTube:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.