Sjónvarpskaka
50 gr smjörlíki
250 gr hveiti
3 tsk lyftiduft
1 tsk vanilluduft (eða vanilludropar)
3 egg
250 gr sykur
2 dl vatn
Kókoskrem:
125 gr smjörlíki
½ dl vatn
100 gr kókosmjöl
250 gr púðursykur
Aðferð:
Þeytið sykur og egg saman í skál yfir heitu vatni. Bræðið smjör og blandið því saman við og sigtið hveiti, lyftidufti og vanilludufti í. Hellið þurrefnum og vatni í skálina til skiptis. Hellið deiginu í smurt form og bakið við 200° í 20 mínútur. Notið ekki blástursofn.
Hellið hráefnunum fyrir kókoskremið í pott og bræðið saman, smyrjið því svo á botninn og látið standa í 5 mínútur. Sumir setja jafnvel kökuna í ofninn í nokkrar mínútur þegar kremið er komið á.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.