Sjötug kona eignast tvíbura

70 ára kona frá Úganda, Safina Namukwaya, mun verða skráð í sögubækurnar fyrir að vera elsta konan í Afríku til að eignast barn.

Safina með lækninum sínum

Safina eignaðist ekki bara eitt barn, heldur eignaðist hún tvíbura, dreng og stúlku, en þau voru tekin með keisara. Safina hafði farið í glasafrjógvun og eignaðist hún börnin á 34. viku og voru hvor um sig 2 kg.

Safina á fyrir þriggja ára gamla dóttur og sagði frá því í viðtali að henni liði mjög vel og væri ánægð að vera stóra systir. Hún lætur sér lítið um það varða að fólk sé að segja að hún sé of gömul til að eignast börn og segir að örlögin hafi ákveðið að hún myndi eignast tvíbura 70 ára gömul. Hún segir að þetta séu kraftaverkabörn en hún fékk gjafaegg vegna aldurs síns. Maðurinn hennar fór frá henni á meðgöngunni en hún er brött og segir að hún eigi sterkt bakland og allir séu tilbúnir að aðstoða hana.

SHARE