Þetta er einfalt. 2 brauðsneiðar. Skinka. Ostur. Snakk að eigin vali. Mitt snakk var með grillbragði. Mmm. Merkilegt hvað einfaldir hlutir geta verið alveg stórkostlega gómsætir. Ég legg til að þið prófið þessa loku – skinka og ostur með örlitlu tvisti.
Sjá einnig: Svona áttu að setja beikon á samlokuna þína
Raða öllu hráefni vel og vandlega. Borða fimm flögur eða svo.
Sjá einnig: Þessa samloku VERÐUR þú að prófa
Ég á ekki samlokujárn. Vöfflujárnið virkar alveg jafn vel.
Stórkostleg loka. Stökkt snakk löðrandi í osti og unaði.
Gott, gott, gott!
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.