Þessi kaka leynist í gömlum Gestgjafa – ég hef bakað hana margoft og hún er alltaf jafn dásamleg. Ekta sunnudags. Eða bara mánudags. Þriðjudags kannski. Hverjum er ekki sama? Það má vel borða köku alla daga.
Kanil- og súkkulaðiskúffa
240 grömm hveiti
2 teskeiðar lyftiduft
1 teskeið kanill
2 matskeiðar kakó
250 grömm sykur
2 og 1/2 dl mjólk
2 egg
150 grömm brætt smjör
Á milli:
2-3 matskeiðar sykur
1 teskeið kanill
2 teskeiðar kakó
- Hitið ofninn í 180°. Sigtið hveiti, lyftiduft, kanil og kakó í hrærivélarskál og bætið sykri út í. Hellið mjólk og eggjum í skálina og hrærið saman í sirka tvær mínútur.
- Hellið smjöri út í á meðan vélin gengur og blandið öllu vel saman.
- Setjið bökunarpappír í botninn á 20×30 cm formi og jafnið helminginn af deiginu í það.
- Blandið sykri, kanil og kakói saman og stráið ofan á deigið í forminu. Jafnið síðan afganginum af deiginu ofan á og bakið kökuna í miðjum ofni í 25 mínútur.
Krem
150 grömm flórsykur
2 matskeiðar kakó
3 matskeiðar brætt smjör
3 matskeiðar kaffi eða vatn
2 teskeiðar vanilludropar
Einföld, fljótleg og alveg hrikalega góð. Ég lofa!
Tengdar greinar:
Sjúklega góðar súkkulaðipönnukökur í hollari kantinum
Rice Krispies kubbar með Oreo & hvítu súkkulaði
Nutellasúkkulaðikaka: TVÖ innihaldsefni
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.