Sjúklega góði kjúklingaréttur Röggu

Það verður allt vitlaust þegar þessi er í matinn hjá mér og það er alveg öruggt að allir ungarnir mínir mæta í mat ef þeir frétta af þessum í bígerð!

Uppskrift:

5 stk kjúklingabringur

1 púrrulaukur

2 hvítlauksrif söxuð

1 kjúklingateningur

4 – 5 msk sweet chilli sósa

( má nota sweet and sour og aðrar chilli sósu og blanda saman )

2 dósir sýrður rjómi

1 lítil dós rjómaostur, 125 gr

1 dl rifinn ostur

salt og pipar

Sjá meira: Súper einfaldur kjúklingaréttur frá Röggu

Aðferð:

Bringurnar skornar í bita, púrrulaukurinn skorinn smátt og hvítlauksrif söxuð.

Kjúklingurinn er kryddaður með salti og pipar og steiktur upp úr smá smjöri, settur svo í eldfast mót.

Laukur steiktur þar til mjúkur, kjúklingatening bætt útí og sweet chilli sósunni. Látið malla saman.

Sýrðum rjóma og rjómaosti bætt útí ásamt smá vatni ef þarf. Látið malla smá stund, þessu er svo helt yfir kjúklinginn og rifinn ostur settur yfir.

Bakað við 200 gráður í 15 mín

 

Gott að bera fram með hrísgrjónum og góðu salati.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here