Blue Dragon vikan er búin að kveikja endanlega í mér með austurlenska matargerð. Það sem ég elska er að hleypa austurlenskum áhrif að við grillið. Ég fór að kanna hvað ég gæti gert og fann snilldar lausn fyrir WOK pönnu frá Weber sem ég smelli ofan í grillgrindina í þar til gert gat. Ég sýni ykkur myndir á eftir.
Undirbúningstími: 10 mínútur
Eldunartími: 10 mínútur
Fyrir hversu marga: 4
Sjá einnig: Rautt karrý – Vel sterkur kjúklingaréttur
Hráefni:
4 kjúklingabringur
1 dós Blue Dragon Coconut Milk
1 krukka Satay Cooking Souce
1 msk hnetusmjör (val)
1 rauð papríka
1 gul paprika
1 rauðlaukur
1 pk. sveppir skornir í fernt.
Ferskur ananas, c.a. ¼ af heilum ananans – þetta er leynivopnið.
Ólívuolía, ég nota Filippo Berio olíu
Undirbúningur:
Skerum kjúklinginn niður í hefilega netta bita. Tökum grænmetið í strimla, nema vorlaukinn við skáskerum hann og skerum sveppina í fernt.
Byrjum að elda:
Hitum ólívuolíu á Wok pönnunni og snöggsteikjum grænmetið, við viljum halda því frekar stökku. Þegar við erum ánægð með grænmetið þá tökum við það til hliðar á disk. Hitum aðein meiri olíu og smellum kjúklingnum á vel heita Wok pönnuna. Fullsteikjum kjúklinginn, hérna er maður að gleyma sér í steikingarstemmingunni, það er gott að krydda kjúklinginn, með salti, pipar, paprikudufti. Bætum Satay sósunni út í, ef þið eigið hnetusmjör þá má setja eina góða matskeið með og láta það bráðna saman við Satay sósuna. Bætum næst Coconut Milk og hrærum saman mjúklega.
Sjá einnig: Geggjaðar risarækjur í rauðu karrýi með eggjanúðlum
Þegar við erum ánægð með áferðina á Satay sósunni þá smellum við grænmetinu út og nú leynivopninu, FERSKUR ananas og þið eruð kominn með æðislegan rétt á örstuttum tíma.
Setjum réttin í skál, skreytum með hnetum og eða kóríander – verði ykkur að góðu.
Sjá einnig: Syndsamlega ljúffengt satay-kjúklingasalat