Sjúklega gómsæt ostakaka með Mars & Rice Krispies

Þessi sjúklega girnilega og gómsæta ostakaka kemur af sælkerablogginu hennar Erlu Guðmunds. Þessi kaka er algjört hnossgæti og mæli ég eindregið með dálitlum bakstri á þessum fallega laugardegi. Eins mæli ég með því að þú smellir einu ,,like” á bloggið hennar Erlu á Facebook – þá fer enginn uppskrift frá henni framhjá þér.

Sjá einnig: Rice Krispies kubbar með Oreo & hvítu súkkulaði

img_20150321_183829

Ostakaka með Mars & Rice Krispies

Botn:

80 gr smjörlíki

100 gr suðusúkkulaði

1 lítið stykki Mars

3 msk sýróp

150 gr Rice Krispies

  • Þessu er öllu blandað saman við vægan hita í potti.
  • Ég set alltaf bökunarpappír ofan i formið til þess að auðvelda mér að losa botninn frá og til þess að fá kantinn á botninn þá þrýsti ég Rice Krispies-inu lítilega til hliðar.

Ostakaka:

220 gr rjómaostur

250 ml rjómi (þeyttur)

2 lítil stykki Mars

1 tsk vanillusykur

  • Þeytið rjómann og setjið til hliðar.
  • Hrærið rjómaostinn vel, blandið síðan rjómanum saman við og hrærið þar til þetta er orðið vel blandað saman.
  • Bætið síðan við vanillusykrinum.
  • Bræðið Marssúkkulaðið við vægan hita í potti með smá rjóma út í. Kælið þetta síðan í skamma stund áður en þið bætið saman við ostablönduna.
  • Ofan á bræddi ég eitt lítið mars með smá rjóma og skvetti yfir kökuna. Skar einnig niður nokkur jarðaber og 2 lítil Marsstykki fyrir skreytingar.

Sjá einnig: Ljúffeng og einföld Rice Krispies kaka

Verði ykkur að góðu & góða helgi!

 

 

SHARE