Sjúklega sexí: BLAUT-JAKKAFÖT fyrir sjóbrettafíkla

Stórundarlegir, sjúklega sexí og fáranlega virðulegir blautbúningar fyrir sjóbrettagaura eru komnir á markað. Og það sem meira er, búningarnir líta út eins og kjólföt. Því einmitt – hvaða karlmenni langar ekki að líta út fyrir að vera staddur í kokteilboði á sjóbretti? Á þriðjudegi í hádegishlénu? Kljúfandi raunverulegar öldur … á sjóbretti.

Screen-Shot-2015-04-23-at-5.12.40-PM

Engin venjuleg jakkaföt; True Wetsuits eru blaut-jakkaföt fyrir sjóbrettafíkla

Blautbúningarnir sem um ræðir koma í þremur gerðum og líta allir út fyrir að vera alvöru jakkaföt. Reyndar eru blautbúningarnir alvöru jakkaföt, saumaðir og sérsniðnir úr sérstöku efni – því sama og hefðbundnir blautbúningar eru gerðir úr.

Sjá einnig: LUMBERSEXUAL: Fúlskeggjuð kyntröll sem gneista af karlmennsku

Screen-Shot-2015-04-23-at-5.11.46-PM

Skyrta og bindi fylgir með blautbúningnum, sem er sérsniðinn úr 2 mm þykku Neopren

Línan ber heitið True Wetsuits og er komin á markað í Japan, en það er ástralska sjóbrettafyrirtækið Quicksilver sem stendur að baki uppátækinu. Jakkafötin eru hönnuð með þá karlmenn í huga sem þrá ekkert heitar en að aka beint úr vinnu, staðnæmast á ströndinni (er nægur öldugangur við Nauthólsvík, eða megum við eiga von á jakkafataklæddum sjóbrettagaurum við Sæbrautina?) – og sleppa sér lausum í flæðarmálinu. Íklæddir kjólfötum og vopnaðir sjóbretti. Sennilega með einn kaldan í hönd.

Sjá einnig: Hot Dudes Reading: Gáfumannaklám tröllríður Instagram

Screen-Shot-2015-04-23-at-5.12.00-PM (1)

Nokkrum númerum of töff; bindið fylgir með og er að sjálfsögðu fljótþornandi líka

Í fréttatilkynningu sem Quicksilver sendi frá sér (á japönsku, auðvitað) kemur fram að fyrirtækið ætli sér að umbreyta lífi viðskiptamannsins:

Það er vel mögulegt að sinna hefðbundnu skrifstofustarfi, viðhalda útlitinu – án þess að skipta um föt – og iðka sjóbrettasportið samtímis í þessum fatnaði. Jakkafötin eru gerð úr blautbúningaefni og eru í hæsta gæðaflokki. Línan samanstendur af þremur ólíkum jakkafötum; hefðbundnum hversdagsfatnaði, fínni jakkafötum og svo loks kjólfötum fyrir hátíðlegri tilefni – allt fyrir ólíkar aðstæður sem falla að þörfum karla í viðskiptaheiminum.

Jakkafötin sjálf eru sérhönnuð úr 2 mm þykku Neopren, en skyrta og bindi fylgir með hverju setti. Sjálft efnið – sem er einnig notað í gerð hefðbundinna blautbúninga – er þannig úr garði gert að það þornar á skotstundu.

Sjá einnig: BeardBaubles: Alvöru karlmenn setja jólakúlur í skeggin í ár!

screenshot-truewetsuits.jp 2015-04-25 20-08-07

Hversdagsfatnaður – smart blár jakki úr Neopren og röndótt bindi með 

Kynþokkagallinn (eins og við á ritstjórn köllum hann) kostar aðeins 300.000 japönsk jen, – sem jafngildir litlum 340.000 íslenskum krónum, en þá eru tollar og aðflutningsgjöld hingað á Frón ótalin.

screenshot-truewetsuits.jp 2015-04-25 20-06-01

Kjólfatnaður sem ætlaður er fyrir hátíðlegri tilefni – sjúklega sexí sjóbrettagalli 

Skotheld fjárfesting fyrir hvern einasta herramann sem iðkar sjóbrettasport – er óhætt að segja, en jakkafötin góðu eru fáanleg á Japansmarkaði – þó ekki sé loku fyrir það skotið að hægt sé að panta beint af netinu – sjóbrettasjúkir herramenn (og vongóðir makar þeirra) – smelli HÉR

Sexí, ekki satt – hér má sjá kynningarmyndband Quicksilver! 

https://youtu.be/UutiBRDxJ0U

SHARE