Sjúkraflutningamenn í Bretlandi leystir frá störfum – Komu manni ekki undir læknishendur og maðurinn lést

Tveir sjúkraflutningamenn voru leystir frá störfum þar sem talið er að þeir hafi sýnt vítaverða vanrækslu í starfi. Þeir voru kallaðir að húsi þar sem mikið var af ofurdrukknu fólki, þar á meðal ungur maður sem hafði drukkið óhemju mikið magn af vodka eða amk 14 skot í drykkjuleik og var orðinn rænulaus. Talið er að þeir hafi átt að koma manninum strax í læknishendur. Skömmu síðar fékk maðurinn hjartaslag, aftur var beðið um aðstoð en skömmu eftir að maðurinn var kominn á sjúkrahúsið lést hann.

Hér er mynd af módelinu Daniel Cripps sem lést þetta kvöld.

Sjúkraflutningamennirnir segja sér til afsökunar að fólkið í teitinu hafi sagt að maðurinn hafi bara þurft að sofa úr sér og þeir hafi tekið mark á því. Yfirmenn þeirra segja að menn fái sérþjálfun og afli sér þekkingar til að nota í störfum sínum þegar á reynir. Þeir gerðu það ekki og þess vegna eru þeir leystir frá störfum.

Fjölskylda piltsins sem lést, Daniels Cripps hefur kært sjúkraflutningamennina fyrir vanrækslu sem leiddi til dauða hans.

„Við áttum okkur á því núna að við hefðum átt að fara með hann á sjúkrahús“, segja þeir. 

SHARE