Ótrúlegt en satt; video-bloggarinn Deepica Mutyala segir rauðan varalit gera kraftaverk þegar hylja á bauga, ójöfnur í andlitshörundi og jafnvel geta hulið sjónum ljótar bólur.
Ekki að þessi hugmynd hafi fengið víðtækan hljómgrunn, en svarið liggur í litafræði og hvernig skærrauður litatónn getur vegið upp á móti djúpum baugum sem gæðir augnsvipinn dimmu og þreytulegu yfirbragði.
Deepica mælir með að mattur, appelsínu-rauður varalitur sé valinn til verksins – en í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig hún fer að … ótrúlega einfalt, árangursríkt og fallegt!
Rauður varalitur er málið, stelpur!
Tengdar greinar:
Sjóðheit og seiðandi „plum eyes” förðunartrix
Lærðu að móta og farða hin fullkomnu augnhár
Kolsvartur augnblýantur kemur sterkur inn í vetur
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.