Skál í boðinu: Dásamlegar staðreyndir um kaffi – Myndband

Sötrar þú kaffi á vinnutíma? Felur jafnvel bollann, þverneitar að vera á fjórða skammti og skammast þín fyrir alla kaffeininntökuna?

Ekki fara í felur! Fylltu á bollann! Sötraðu að vild!

Kaffi leysir boðefnið Dopamin úr læðingi og framkallar vellíðunartilfinningu, en rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að þeir sem drekka 2 – 3 kaffibolla á dag eru líklegri til að lifa lengur. Þá dregur reglubundin kaffidrykkja úr líkum á Sykursýki 2 og getur einnig dregið úr einkennum Parkinson sjúkdómsins.

Þá er kaffi stútfullt af andoxunarefnum og rannsóknir sem gerðar voru á rottum leiddi í ljós að það eitt að ÞEFA af kaffi getur örvað heilasstarfsemina.

Skál í boðinu! Hér fara nokkrar skemmtilegar staðreyndir um kaffi:

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”83CbxU5zDzA”]

SHARE