„Gott hjá þér!“ eru fyrstu orðin sem koma í hugann, þegar skammarleg framkoma skólayfirvalda í garð hinnar bandarísku Lindsay Stocker, sem er gagnfræðanemi í Montreal, og magnað mótsvar hennar er metið.
Lindsey, sem mætti íklædd gallastuttbuxum í skólann þann 21. maí síðastliðinn var niðurlægð og höfð að spotti af skólayfirvöldum fyrir klæðaburð sinn og segist hafa verið miður sín, en þegar skóladagurinn var hálfnaður var bankað á kennslustofuna og inn gengu tveir stjórnendur skólans.
„Komdu þér úr þessum stuttbuxum; þú klæðist eins og drusla“
Voru nemendur beðnir að rísa úr sætum, en afar heitt var í veðri úti við og sýna skólayfirvöldum í uppréttri stellingu, klæðaburð sinn. Tilgangurinn var sá að grandskoða hvort klæðaburður nemenda væri í samræmi við reglur skólans um almennt siðgæði og ekki of ögrandi né væri nokkur viðstaddra nemenda of kynferðislega aðlaðandi í klæðaburði umræddan dag.
Þegar stjórnendur skólans litu klæðaburð Lindsey augum, en hún mætti sem áður sagði – í stuttbuxum umræddan dag enda hitabylgja að ganga yfir Montreal – var hún umsvifalaust beðin að klæðast buxum með síðum skálmum, það samstundis og án nokkurra spurninga, ella yrði hún rekin heim fyrir ósiðlega hegðun og framkomu á skólatíma.
„Þér kemur ekki við hvers vegna við setjum þessar reglur, hlýddu þeim bara“
Lindsey spurði hvers vegna stuttbuxur hennar brytu í bága við reglugerðir skólans um siðlegan klæðaburð en fékk einfaldlega að heyra að það væri ekki hennar verk að skilja þær reglur sem skólinn setti um klæðaburð, heldur að fylgja þeim reglum í hvítvetna án þess að draga gildi þeirra í efa.
„They continued to tell me would be suspended if I didn’t start following the rules. When I told them I didn’t understand why I had to change they told me that it doesn’t matter – I don’t have to understand the rules, I just have to comply by them.“
Lindsey Stocker, maí 2014
Sjálf mótmælaaðgerð Lindsey og allir miðarnir, sem hún hengdi upp víðsvegar um ganga skólans, fengu að hanga uppi í heilar tíu mínútur áður en kennarar skólans höfðu samviskulega rifið niður hvern einn og einasta þeirra, kastað í ruslið og afmáð vegsummerki hinnar skammlífu uppreisnar gagnfræðaskólastúlkunnar – en það var um of seinan.
Ljósmyndir þær sem Lindsey og vinir hennar tóku af miðunum, sem allir sögðu það sama – eru lifandi sönnun þess sem gerðist í gagnfræðaskóla einum í Montreal í síðustu viku og hafa flögrað á samskiptamiðlum undanfarna daga.
Ljótar reglur sem kenna stúlkum að skammast sín fyrir eigin líkama
Með framtaki sínu, hugrekki og ákveðinni framkomu hefur Lindsey unnið hug og hjörtu skólafélaga sinna sem hafa margir hverjir tekið undir orð hennar og ófáar stúlkur sem ganga í sama skóla hafa mætt í skólann íklæddar stuttbuxum undanfarna daga í þeim eina tilgangi að lýsa yfir samstöðu með kynsystrum sínum, sem þeim þykir að séu dregnar í dilka og kennt að skammast sín fyrir líkamsvöxt sinn og svo einnig til að mótmæla harðneskjulegum reglum skólayfirvalda, sem þeim þykir bera vott af kvenfyrirlitningu.
Einn samnemenda Lindsey segir reglur skólans um klæðaburð vera afar niðurlægjandi fyrir stúlkurnar, sem séu látnar standa uppréttar með hendur niður með síðum meðan skólayfirvöld mæla hvort pilsfaldurinn sé of stuttur, en miðað er við fingurlengd frá hné. Sé faldurinn styttri en svo – eigi stúlkan á hættu að vera send burtu og útilokuð frá skólanum.
„People are being judged for the way they dress, they have to change because boys look at them. The boys should be the ones who have to learn to treat women better and look at them in a different light“
– Lindsey Stocker, maí 2014
Kenna þyrfti strákum að bera virðingu fyrir stúlkum; ekki að þvinga þær til að ofklæðast
„Verið er að dæma stúlkur á grundvelli þess hvernig þær klæðast – en þeir verða að breyta því hvernig strákar horfa á þær. Strákarnir ættu í raun og veru að vera þeir sem þurfa að læra að koma betur fram við konur og horfa á þær í öðru ljósi“ – sagði Lindsey, sem hefur vakið mikla athygli fyrir ákveðni sína og var m.a. kölluð í viðtal til bandaríska miðilinn CBC.
Stjórnendur skólans hafna þessari gagnrýni alfarið og segja að sömu reglur gildi um drengi og stúlkur; að allir verði að fylgja reglum um almennt siðgæði, klæðaburð og svo líkamlega nánd á skólalóðinni sjálfri. Þetta segir Lindsey hins vegar ekki vera rétt, að stúlkur þurfi að lúta mun strangari reglum um klæðaburð en drengir.
„I was in violation for showing my legs. And that, point blank, is a problem for me.“
Lindsey Stocker
Maí 2014
„Ég braut reglur skólans fyrir það eitt að sýna á mér fótleggina. Og það – í fullri hreinskilni, er alvarlegt vandamál í mínum augum.“
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.