Skán í hársverði – Orsakir og úrræði

Skán er heiti yfir gulbrúnt fitukennt hrúður sem myndast í hársverði ungbarna. Þetta ástand er hættulaust og varir ekki lengi. Mörg börn framleiða skán í hársverði á fyrstu vikum ævinnar. Það virðist ekki valda ungbarninu óþægindum.

Hvernig myndast skán?

Orsökin er óþekkt, en talið er að um eðlilegt lífeðlislegt fyrirbrigði sé að ræða.

Hvað einkennir skán?

Í hársverði ungbarna sést fitukennt gulbrúnt hrúður. Það getur jafnvel legið í þykkum lögum. Getur líkst vægu flösuexemi.

Holl ráð:

  • losið hrúðurinn og fjarlægið hann, það eykur á vellíðan barnsins. Eftirfarandi ráð munu í flestum tilvikum hjálpa til, en oft þarf að leita frekari meðhöndlunar.
  • smyrjið hársvörðinn með jarðhnetuolíu eða sambærilegri olíu fyrir svefninn og greiðið hárið daginn eftir með fínni greiðu. Skolið síðan og mest af hreistrinu skolast burtu.
  • þetta gæti þurft að endurtaka nokkrum sinnum.
  • þegar skánin er horfin, má ef vill, þvo hárið með mildu barnasjampói.

Leitið læknis ef:

  • Þessi ráð bera ekki tilætlaðan árangur.
  • ef exemið hefur breiðst um andlit eða líkama t.d. á bleyjusvæði, nára eða í handakrika.
  • ef sýking virðist vera til staðar; roði undir hrúðrinu eða vessi.
  • barnið virðist hafa óþægindi af skáninni.

doktor.is logo

SHARE