Skegg – Er bara ÆÐISLEGT!

Skegg halda þér ungum, heilbrigðum og svo ekki sé minnst á hrikalega myndarlegum. Hér eru nokkrar vísindalegar sannanir fyrir því:

Sjá einnig: Íslenskir sjóðheitir skeggjaðir menn

Ertu ekki örugglega búinn að henda sköfunni?

skeggi

Herrar mínir, skegg er ekki bara fyrir róna og letingja lengur. Skegg er bæði kynæsandi og frábært í alla staði, ásamt því að vera dúndur gott fyrir heilsu þína. Rannsóknir hafa sýnt fram á að menn með skegg og yfirvaraskegg njóta mikilla heilsufarslegra kosta fram yfir skegglausa menn og þar að auki er það bara dásamlega fallegt.

Adam-Levine-HD-600x400

Rannsókn var gerð í Bandaríkjunum, sem sýndi fram á að skegg heldur 90-95% allra útfjólublárra geisla frá andliti skeggjaðra manna og hægir þar af leiðandi á öllum öldrunareinkennum og minnkar líkurnar á húðkrabbameini.

images

Ert þú með astma? Mengun og ryk festast í skegginu og kemur í veg fyrir þeir andi að sér óskundanum. Allt hár inniheldur raka og þar með halda húðinni vel nærðri, heldur þér ungum og ver þig fyrir veðri og vindum. Til að bæta ofan á það, þá veldur rakstur með sköfu inngrónum hárum, sem er ekki mjög smart og getur valdið ertingi og bólum.

Sjá einnig: FYNDIÐ: Undrandi konur sjá eiginmenn sína skegglausa í FYRSTA SINN

Rannsóknin var gerð á svo til gerðum gínum í Ástralíu. Önnur var látin vera með skegg og hin með bert andlitið og gerð var mæling á geislum sem börðu andlit þeirra. Niðurstaðan var sú að skeggjaða gínan varð fyrir mun minni geislun og stóðst rannsóknina með prýði.

bowl-obeard-noodles

Ekki gleyma að hugsa vel um skeggið ykkar, því það getur líka dreift bakteríum, sé ekki hugsað nægilega vel um það. Farið varlega í að troða mat í andlitið á ykkur og sjáið til þess að þið haldið því snyrtilegu og fallegu. Gerið vel við skeggið ykkar og berið á það olíu til mýkingar og snyrtið vel kantana, svo þið lítið ekki út eins og örgustu villimenn sem eru nýsloppnir úr útlegð. Skegg er ofur heitt í dag, þó ekki fyrir alla og mörgum vex vart skegg eða eru með óþéttan skeggvöxt og er þeim mönnum ráðlagt að halda sig við sköfuna.

maxresdefault

Skegg er fallegt, kynæsandi og rjúkandi heitt!

 

 

 

SHARE