Maður skilur setninguna „ ávextir í eftirmat“ á nýjan hátt þegar maður fær svona góðgæti. Skelin er stökk og ávextirnir mjúkir og sætir. Algjör ávaxtadraumur!
Skel með jarðarberjum og ferskjum
Efni:
Í skelina:
- 1-1/4 bolli hveiti
- 1-1/2 tsk. sykur
- 1/2 tsk salt
- 115gr kalt smjör (skorið í bita)
- 4 til 6 msk. ískalt vatn
Fyllingin:
- 3 stórar ferskjur, niðurskornar
- 1 bolli jarðarber, niðurskorin
- 3-1/2 msk. sykur
- 1 msk. hveiti
- 1/2 tsk. vanillurdropar
- 1 tsk. smjör
- 1 egg
- grófur sykur
Aðferð:
- Hrærið hveiti, sykur og salt saman.
- Skerið smjörið í bita og bætið því út í, hrærið.
- Bætið köldu vatninu hægt út í, hrærið þar til deigið er orðið að kúlu.
- Þrýstið deiginu á matardisk, stráið svolitlu hveiti yfir, setjið filmu yfir og geymið í ísskáp um klukkustund.
- Hitið ofninn upp í 220 C
- Látið jarðarberin og ferskjurnar í skál, stráið sykrinum og hveitinu yfir. Hrærið varlega til að blanda öllu saman og bætið vanilludropunum út í.
- Þeytið eggið.
- Fletjið nú deigið út þar til það er 30 cm í þvermál og setjið á bökunarplötu.
- Raðið jarðarberjum og ferskjum á deigið í hring sem er 20 cm í þvermál og látið smjörklípu hér og þar ofan á.
- Brettið brúnirnar á deiginu yfir ávextina (sjá mynd). Smyrjið egginu á deigið og stráið grófa sykrinum á.
- Bakið nú í 20-25 mín. Kælið svo dálitla stund.
- Berið fram með þeyttum rjóma ( sem gott er að bragðbæta með vanillusykri).
|